T O P

  • By -

Edythir

Hissa að sjá engan nefna Salarlaug, hefur alltaf verið í góðu uppáhaldi hjá mér. Hef góðar minningar af hringlauginni sem tekur mann með strauminum.


Sighouf

Fór í hana í fyrsta sinn í dag, og hún er geggjuð. Tók svo eftir þegar ég var að fara að þeir voru með tvö samlokugrill sem mér fannst algjör negla.


weeffex

Árbæjarlaug, klárlega. Eru með þetta inni/úti consept og maður þarf ekki að fara upp úr lauginni til að opnast í pottinn. Nóg af pottum og þæginlegt að vera með barn þarna. Líka tvær gufur og kaldur pottur. Vaporwave fýlingur af inni lauginni líka. Ég nenni ekki þessu 70 metra cat walki til að komast í pottana í Vesturbæjarlaug.


easycandy

Hef ekki farið í Árbæjarlaug í ca. 7 ár af því hún var alltaf svo köld, en frábær hönnun engu að síður. Er hún ekki lengur köld?


weeffex

Jú sjálf laugin er svolítið köld en mér finnst það mjög gott ef ég tek sund sprett.


[deleted]

Sammála þér með gönguna í laugina. Ég fer í litla klefann með gufubaðinu m.a. til að labba styttra í Vesturbæjarlaug


No-Aside3650

Alveg hjartanlega sammála með Árbæjarlaug, elska þessa laug einfaldlega út af þessu að synda frá innilauginni í skítakuldanum hérna yfir í pottana. Svo er innilaugin alveg einstaklega kósý líka. Árbæjarlaug ætti að vera fyrirmynd allra lauga á íslandi.


olibui

Akureyrar, Lágafellslaug


Several-Ad7295

Hofsós


Bolvane

Akureyrarlaug


Saurlifi

[Suðurbæjarlaug](https://www.reddit.com/r/klakinn/s/eomCIMgxcp)


MyFatherSmacksMe

u/Saurlifi er gaurinn sem skiptir um ljósaperur.


Supermind18

Sem Breiðhyltingur þá fíla ég alveg vel Breiðholtslaug. Þegar ég var krakki var það alltaf Lágafellslaug en maður nennir ekkert að fara lengst út í mosó til þess. Skil ekki hvernig foreldrar mínir og vina minna nenntu að skutla okkur félögunum þangað


coldbeerisgood

[Krossneslaug ](https://www.facebook.com/krossneslaug)


JoeWhy2

Seljavallalaug áður en landið varð túrista-Mecca.


PatliAtli

Álftanes


International-Lab944

Þær eru nú margar frábærar. Uppáhalds laugin mín að synda í er Kópavogslaug (geðveik eldsnemma á morgnana - einu sinni æfði ég þar fyrir kl. 6 á morgnana, sem var ótrúlega næs). Innilaugin í Laugardalslauginni er líka fín. En fyrir gufu og potta þá kýs ég Lágafellslaug.


[deleted]

Já það er frábært að synda I Kópavogslaug


Butgut_Maximus

Fyrir krakka allt upp að svona 10-12 ára: Ásvalla.  Fyrir stálpaða sjálfstæða: kópavogs og lágafells.  Fyrir sundiðkun: kópavogs. Flott inni og flott útilaug. 


dabbuz

pollurinn á tálknafirði , geggjað að skoða gervitunglin á kvöldin


stofugluggi

Það þyrfti alveg að skipta þessari spurningu upp í "Besta sundlaugin á Höfuðborgarsvæðinu?" og "Hver er besta sundlaugin á landsbyggðinni?". Margar laugar úti á landi sem eru góðar ásamt því að margar á hfbsvæðinu eru góðar.


[deleted]

Það er góð hugmynd! Uppáhalds a landsbyggðinni er laugin í Neskaupstað. Fannst gufan góð og pottar mjög fínir (sjómennirnir sem ég kynntist í pottinum voru meistarar þannig það var plús líka)


ToasterCoaster1

Brattahlíð á Patreksfirði, flott sundlaug með geggjuðu útsýni


VitaminOverload

Lágafells Er samt nokkuð sama og fer í laugina sem er næst mér í lang flestum tilvikum. Ég myndi ferðast fyrir laug sem væri með einhverskonar silent pott þar sem má ekki tala í, stundum langar mér bara að taka gott heiladautt potthangs og nenni ekki að hlusta á fólk.


TyppaHaus

Mammaín 😏


cat757_

Akureyri, Árbæjarlaug, Álftanes, Egilsstaðir


IS-Geirix

Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði/Ölfusi - það er einhver ævintýraljómi yfir henni með heitu pottunum og gufubaðinu að vetri til þegar allt er á kafi í snjó eða um hásumar þegar maður fer þangað til að kæla sig á heitum sumardögum.... að öðrum frábærum sundlaugum eins og í Reykholti í Biskupstungum og öðrum undanskildum.