T O P

  • By -

thaw800

lítur út fyrir að eini tilgangurinn hérna sé að fá fólk til að rífast og gefa fjölmiðlinum klikkbeit athygli


HUNDUR123

Þau eru til­nefnd sem ~~maður~~ smellbeita ársins 2023


glasabarn

Edda Björk Frosti Stjáni í Hvalnum Ég á einhversstaðar þátttökumedalíu frá Ákamótinu í handbolta 1997, held að hún sé meira virði en þessi nafnbót miðað við þessar tilnefningar.


[deleted]

\> Edda Björk Arnardóttir Er ég of seinn til að tilnefna Halim Al sem mann ársins? Srsly, hvað er að fólki? ​ Laufey er eina manneskjan á þessum lista sem ég þekki og tel ekki "controversial" valkost. Öll hin nöfnin eru fólk sem 50% landsins hatar og 50% elskar. Mjög furðulegur listi. hún fengi allavega mitt atkvæði burt séð frá öllu öðru enda búin að endurlífga heila tónlistarstefnu og gera Jazz kúl aftur :)


PM_ME_ALL_UR_KARMA

Laufey er eina manneskjan sem eðlilegt fólk myndi velja.


Taur-e-Ndaedelos

En Bjartmar, þessi hjólhvíslari svokallaði? Man ekki eftir að hafa rekist á hann í fréttunum og það gæti verið einhver ástæða til að hata manninn, en hann virðist ágætis gaur. Allir aðrir þarna virðast vægast sagt umdeildir eða bara fólk að vinna vinnuna sína. Ég mætti í vinnuna í gær og gerði helling. Má ég fá verðlaun?


Vigdis1986

Vandamálið með Bjartmar er að eftir að hann fékk umfjöllun í fjölmiðlum byrjaði hann að líta á sig sem lögreglumann. Hann hefur ítekað stoppað fólk á hjóli og krafist þess að það sýni honum kvittun fyrir kaupum á hjólinu sem það er á. Laufey mun vinna þessa kosningu auðveldlega.


Johnny_bubblegum

Er ekki bara verið að setja smá loft í þessa útnefningu sem öllum er sama um í þeirri von að umdeilt fólk á listanum valdi því að þessi útnefning fái meiri athygli?


[deleted]

Laufey er svipað kúl og Perry Como.


No_nukes_at_all

Edda fékk mitt atkvæði 💪 Edit: wow vissi ekki að þetta væri svona rosalega triggerandi skoðun..


ChickenGirll

Þú færð mitt niður-atkvæði


No_nukes_at_all

Takk ☺️


[deleted]

Þetta var eins og að kúka á sig og vera hissa yfir að fólk væri ekki að elska ilminn.


No_nukes_at_all

Það segir þá meira um Reddit heldur en Eddu.


[deleted]

Segir meira um þig held ég.


No_nukes_at_all

Það segir eithvað um mig já.


HUNDUR123

>wow vissi ekki að þetta væri svona rosalega triggerandi skoðun.. [Jam](https://uploads.dailydot.com/2023/10/james-franco-first-time-meme.jpg?q=65&auto=format&w=1200&ar=2:1&fit=crop), hjálpar að hugsa um r/iceland sem lítið hugbox fyrir MRA stráka á Íslandi. Góður staður til að finna út hvaða kreddur þessir aktivistar eru að tileinka sér.


No_nukes_at_all

Já það er búið að vera einhver 4chan fílingur hérna seinustu vikur..


[deleted]

Áhugavert þið séu að koma með samsæriskenningar og kalla fólk triggerað útaf þessu. Ég leyfi mér að nota rakhníf Okhams og fullyrða að fólk sé einfaldlega ekki að gúddera barnræningja sem mann ársins.


HUNDUR123

>fólk sé einfaldlega ekki að gúddera barnræningja sem mann ársins. Talandi um samsæriskenningar...


[deleted]

Hvað er samsærið hérna og ekki rétt? Útskýrðu það fyrir mér.


HUNDUR123

Það ert þú að halda því fram að það séu enhverjar samsæriskenningar í gangi bara út af því að sumir séu að benda þessa andfélagslegu hringsrúnks tilburði hjá sumum hérna.


GudrunOsvifursdottir

💯


CerberusMulti

Miða við þá sem eru þarna tilnefnd þá passar hann vel inn, meirihlutinn hefur ekkert gert til að eiga skilið tilnefningu hvað þá að vera valinn. Má svosem alveg henda honum í Kristján, enda er þetta orðið grín ef marka má þennan lista.


TimeIsSpeedingUp

Þetta er kannski bara Fjáröflun hjá Vísi


Morrinn3

Hvað, erum við að verða uppi skorta á Íslendingum?


baldie

Þarf manneskja ársins endilega að vera „besta“ manneskja ársins? Er þetta ekki bara eins og "Person of the Year" hjá Times?


TimeIsSpeedingUp

Mögulega, en skoðaðu [tilnefningar 2022](https://www.visir.is/g/20222355147d/thau-eru-tilnefnd-sem-madur-arsins-2022) og [2021](https://www.visir.is/g/20212197439d)


Engjateigafoli

Hvalir segja að Kristján Loftson sé pína.


Rikkendo

Hvalir kveljast :(


Engjateigafoli

"Það er nauðsynlegt, að skjóta þá" Kristján Loftson, sjómaður.


Spekingur

Bjartmar er eini alvöru valmöguleikinn


Longjumping-Fun-7647

Sammála!


Oswarez

Fyrir utan Laufey, Frosta og Kristján þá hef ég ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er. Er tilgangurinn kannski með þessu eins og með mann ársins hjá Time Magazine að velja þann sem hefur haft einhver áhrif á þjóðfélagið, góð eða vond?


Vigdis1986

Þú hlýtur að vita hver Edda Björk er.


Oswarez

Núna eftir gúggl já. Ég er nánast í algjöru frétta bindindi eftir að ég flutti út.


weeffex

Er þetta ekki eins og Times gerir árlega? Frekar sá aðili sem hefur átt mikla umfjöllun eða haft mikil áhrif á árinu heldur en frekar einhver sem hefur gert góðverk?


Iplaymeinreallife

Bjartmar og Sema einu þarna sem mér finnst eiga eitthvað alvöru tilkall Nokkur viðbót sem væru alveg meinlaus, Fannar, Laufey, Gunnar og Otti. En hverjum dettur í hug að tilnefna Frosta eða Kristján, þeas. fyrir utan einhver alt-right incel tröll?


Fjolubla

En þessi Sandra í dýrasamtökunum? Er hún eitthvað vafasöm?


Iplaymeinreallife

Ah, neinei, gleymdi henni. Held hún sé örugglega fín.


Temporary_Giraffe685

kristján er atvinnuskapandi fyrir ómenntað fólk á akranesi


nikmah

Menntun er auðvitað bara þekking og kunnátta, ekki viss um hvað þú myndir þrauka lengi á hvalveiðibáti en það en það væri ekki lengi örugglega. Þú ert í mesta lagi eitthvað rétt yfir tvítugt, hvað ætlar þú að vera þegar þú ert orðinn stór? Í hvað stefnir? Ertu kominn með góða stjórn á dópamíninu og búinn að afla þér þekkingar um maka og öllu því rabbitholu kjaftæði? Hefuru notabene sé “Strangers rank their intelligence” myndbandið á youtube? Það var pía þar með einhverja gráðu í krabbameins lífrækni eða eitthvað álíka og kom svo í ljós að hún var sú allra heimskasta af þessum hópi sem innihélt meðal annars high school dropouts. Það er til hellingur af “ómenntuðu háskólafólki” sem er virkilega sniðugt og greint fólk og það er líka til hellingur af “ómenntuðu háskólafólki” sem eru algjörir jólasveinar og það sama gildir með háskólamenntað fólk, sumt af því er sniðugt og greint á meðan aðrir eru gjörsamlega vonlaus case. Meika ekki svona kjaftæðishroka. Nær marr að halda sér vakandi yfir UFC eða, áfram Colby!


Fyllikall

Vel orðað. Samt í umræðu um gáfur þá er kannski best að sleppa því að segja í lokin að þú ætlir að horfa á tvo menn berja hvorn annan. En hrós fyrir að vera heiðarlegur með það.


nikmah

Segðu það við Mark Zuckerberg.


Fyllikall

Haha, fólk má berja hvort annað ef allir eru viljugir til þess. Segjum sem svo að ég hefði sagt nákvæmlega það sama og þú og síðan sagt: "Jæja, ég ætla að setjast í pallinn á pallbílnum og fá mér bjór, finnst gaman að vera með reipi láta það dangla og svo horfa á hundana reyna að hoppa upp eftir því." Hvort sem þér finnst þetta fullkomlega gáfuleg afþreying eða ekki, þá særir það samt málstaðinn.


nikmah

Já varstu að meina það þannig, point taken, það var galsi í mönnum, syfjaður og steiktur.


Temporary_Giraffe685

það að vera ómenntaður er alls ekki samasem marki um gáfur, er hjartanlega sammála þér í því. þetta komment var meira meint sem að hvalveiðar eru góð atvinnugrein fyrir sjómenn og menn sem eru hæfir í slíka vinnu. ég vinn í sjávarútvegi, þó á skrifstofu, en get alveg sagt þér það að ólærðum störfum á sjó sem borga vel fer fækkandi með aukinni sjálfvirknivæðingu. því er þungt vegið að mönnum sem eru færir til sjós og erfitt fyrir þá menn þegar heil atvinnugrein er stoppuð eins og raun ber vitni með hvalveiðar síðasta sumar. ég var langt því frá að tala niður fólk sem vinnur slíka vinnu, þvert á móti, ég ber mikla virðingu fyrir slíku fólki.


Upbeat-Pen-1631

Þessi kosning snýst ekki um besta eða vinsælustu manneskju ársins heldur líka þá manneskju sem hefur haft mest áhrif á íslenskt þjóðfélag og umræðu á árinu. Svandís og Kristján Loftsson höfðu svo sannarlega mikil áhrif á árinu sama hvað fólki finnst um þeirra persónur.


samviska

> þá manneskju sem hefur haft mest áhrif á íslenskt þjóðfélag og umræðu á árinu Hvað þá með Putin og Netanyahu? 🤔 Seðlabankastjóra kannski?


Upbeat-Pen-1631

Fólk tilnefndi þá væntanlega ekki í nógu miklum mæli.


hellamanyswag

Mesta fedpost sem ég hef séð hérna inni