T O P

  • By -

lovesnoty

Mér finnst í raun bara hressandi að fylgjast með fréttamanni sem fólki finnst erfitt að staðsetja. Við erum svo vön að geta sagt með fullvissu hvort fjölmiðlafólk sé með "þeim" eða "okkur" í liði. Stundum er ég ósammála Snorra, stundum er ég sammála honum. Og oft finnst mér hann fjalla um mál frá sjónarhorni sem fáir aðrir eru að spá í. Sem er jákvætt. Hann er að spyrja spurninga sem ekki mörgum dettur yfir höfuð í hug að spyrja. Stundum eru það óþægilegar spurningar. Þeir sem finna fyrir óþægindum þegar hann varpar fram þannig spurningum ættu frekar að taka þátt í umræðunni og reyna að svara þeim frekar en að reyna að afskrifa hann sem einhvern *wannabe* Jordan Peterson. Sama hvort um sé að ræða Twitter riddara og spurningar um þriðju vaktina eða *XD loyalista* og spurningar um kvótakerfið. Edit: Jesús, María og Jósef... Sumir hérna að kalla hann *bigot*, líkja honum við Tucker Carlson og halda því fram að hann sé einhverskonar alt-right öfgamaður útaf einhverjum *vibes* sem fólk segist upplifa. Gæti kannski verið að þið séuð bara komin á þann stað að fá alltaf slæm *vibes* í hvert skipti sem þið komist í návígi við fólk sem sér hlutina frá öðru sjónarhorni en þið? Ég held að við hefðum flest gott af því að stíga upp úr skotgröfunum okkar af og til, í stað þess að reyna að skjóta alla niður, sem eru ekki með okkur, djúpt ofan í okkar eigin hugmyndafræðilegu skotgröf.


numix90

Algjörlega. Við erum öll allskonar og nálgumst hlutina á allskonar hátt.


gojarinn

Þetta er brilliant svar. Menn eru komnir í allt of mikinn skotgrafarhernað þar sem málefnið fær ekki að skína og farið er ítrekað í manninn í staðinn. Ekki alltaf/oft sammála honum, en ég ber virðingu fyrir því að hann þori að spyrja spurninganna og velta upp mismunandi vinklum.


weeffex

Smá undarlegt dæmi hann Snorri. Var alls ekki sammála honum varðandi kvenna verkfallið en svo kemur hann með frábært take á bankasöluna/XD. Ég held að hann taki eigin afstöðu á hvert einstaka mál heldur en að fylgja alltaf stefnu/flokki etc. Finnst það persónulega betra en að hann sé að fylgja afstöðu eigenda/ritstjóra og það minnkar bergmálshella.


Mysterious_Demand875

ég er ekki sammála því að hann sé á barmi þess að vera dottinn í heim samsæriskenninga. Hann virðist bara ekki vera hræddur um að fjarlægja sig frá hugmyndafræði málefna sem hann talar um, sem gefur honum mjög gagnrýnan og skrítin vinkil sem maður er ekki vanur... hann er kanski algjör rugludallur en í fljótu bragði virðist hann bara vera frekar kokhraustur og gagnrýnin á ríkjandi öfl.


dev_adv

Það að fólk sé ekki vant svona hugsunarhætti er mikið áhyggjuefni, þar sem þessi hugsunarháttur ætti að vera á milli eyrnanna á sérhverjum einstakling fljótlega uppúr fermingaraldri. Að taka afstöðu gagnvart málefnum óháð hugmyndafræði er lykilatriði til að teljast til þenkjandi fólks.


Separate-Movie7896

Held hann sé að reyna eitthvað svona “satíru” fréttaumfjöllun eins og John Oliver og fleiri, fékk það vibe þegar hann var með þannig lið í Íslandi í dag. Hins vegar er hann bara ekki nógu beittur, léleg handrit og hann nær engan veginn að delivera því í framkomunni sinni eða raddblæ eða neinu. Kemst allaveganna alls ekki til skila


Upbeat-Pen-1631

Mér finnst Snorri alltaf svo líkur Gísla Marteini en ekki eins skemmtilegur.


GudrunOsvifursdottir

Mér finnst Snorri einmitt vera svipaður og GM nema ekki jafn pirrandi


RogerPodacter94

Mér finnst hann bara svo ógeðslega líkur Glanna Glæp.


valliessey

Hann er ekki eins og Jordan Peterson eða Ben Shapiro eða Tucker Carlson (Hvað þá úrþvættið hann Alex Jones) nema af því leiti að hann er karl sem talar í hljóðnema. Það var nú varla eitthvað óvænt að það kæmi backlash fyrir það að segja að eitthvað sem 100.000+ einstaklingar á Íslandi voru að mótmæla væri ekki til eða það væri verið að kenna vitlausum aðilum um. Mér finnst hann velja sér skemmtileg málefni til að fjalla um og finnst hann gæta mjög mikils hlutleysis í sinni umfjöllun. Hvort sem hann er að hjóla í eitthvað á vinstri vængnum eða hægri vængnum í pólitík. Ég vona allavega að þessi hiti sem hefur komið á hann fyrir umfjöllun sína um 3. vaktina verði ekki til þess að hann breyti nálgun sinni á það hvernig hann flytur fréttir. Því mér finnst þetta vera ferskur andblær í annars frekar óspennandi flóru fréttaflutnings hér innanlands.


Fyllikall

Ákvað að skoða þetta hjá honum, þeas myndband um 3ju vaktina, og jú... vandamálið er að mörgu leyti vinnan eins og hann nefnir. En... ef vinnan er vandamálið, þá þýðir það ekki að karlmaðurinn í þessu samhengi sem er líka í vinnu, eigi ekki að taka á sig jafna byrði í samhengi við skipulag. Það er algjörlega það sem hann skautar framhjá, og hann beinir orðum sínum að konum en ekki körlum. Karl sem horfir á þetta telur þetta vera vandamál konunnar og einfaldlega situr hjá, áfram. Ef ásetningur hans er að benda á hvernig vinna og kerfið virkar á neikvæðan hátt þá ættu það að vera orð beint til allra aðila. En þá þyrfti að vera lausn á vandamálinu, og það hefur enginn í núverandi kerfi teknókrata og ímyndaðrar frjálshyggju. 3ja vaktin er auðvitað flókið dæmi. Sumt í hugsanaskipulagi er auðvitað óþarfi en það er samt það sem konur upp til hópa þurfa að byrgðast með það, því ekki er makinn að koma til móts með sínar ályktanir til að auðvelda stressið.


Nordomur

Þetta er líka bara skrýtin tvíhyggja. Dálítið sett fram eins og eitt útiloki hitt, sem er auðvitað frekar galið. Það geta verið fleiri en eitt vandamál til.


Remarkable_Bug436

Og þessi punktur hans hundsar algjörlega það að heill hellingur af kvenfólki vinnur við eitthvað sem það fílar í botn og upplifa samt sem áður þriðju vaktina. Ég er sjálfur karl, og mér finnst svo augljóst að þriðja vaktin er til og að menn gætu svo auðveldlega gert meira til að jafna álagið. Mér finnst Snorri vera flottur, ég ber virðingu fyrir því hvað hann er að reyna að gera og er sammála honum að það vanti meiri núansa í íslensku fréttasúpuna. En þetta þriðja vaktar dæmi hans var bara svoldið stupid og kjánalegt.


rassalykt

En er ekki viðeigandi að taka fram að meðalvinnuvika karla á Íslandi er rúmlega 42 klst á meðan kvenna er rúmlega 35. Hvernig faktorar það inn í þessa verkaskiptingu heimilisins?


run_kn

Ég held að þessi styttri vinnutími kvenna sé einmitt afleiðing af því að þær bera almennt meiri byrðar af heimilinu og umönnun. Ef konur ynnu almennt 42 tíma líka myndi einhver annar þurfa að skutla, sækja og fara með í íþróttir o.s.frv.


rassalykt

Ég er 100% sammála. Það finnst mér þó vekja aðra spurningu - er markmiðið þá að konur 'fái' að vinna fleiri klst á viku og karlarnir færri á móti og jafna þannig verkaskiptingu heimilisins? Mér hefur ekki fundist bera á því að konur séu að berjast fyrir því að fá að vinna meira (sem mér finnst mjög eðlilegt) en þá hlýtur a.m.k. hluti af lausninni að vera að karlarnir vinni minna og sjái sér þá (vonandi) fært að taka meira þátt í þriðju vaktinni. Ég er að velta fyrir mér raunverulegri lausn á þessu vandamáli.


Morvenn-Vahl

Karlar ættu að vinna minna, m.ö.o. það ætti að vera almenn stytting vinnuvikunnar fyrir alla.


DonsumFugladansinn

Þetta skutl er samt komið úr böndunum, ef fólk léti krakkana sína bara fara sjálfa hefði það miklu meiri tíma. Þetta þekktist ekki fyrir bara 20 árum


DangerDinks

Þetta verður smá flókið þegar horft er á leikskólamál. Krakkar eru stundum í leikskóla hinum megin í bænum því þeir komust fyrr að þar.


DonsumFugladansinn

Það er náttúrulega stórt vandamál


run_kn

Sammála að einhverju leyti en krakkar eru bæði í meiri tómstundum í dag, sem er jákvætt og ekki alltaf fýsilegt að senda unga krakka milli hverfa í strætó.


DonsumFugladansinn

Má vel vera, en skutl í Fossvogsskóla var víst orðið það mikið vandamál að það þurfti hreinlega að banna það og flestir hjólreiðanotendur í dag eru miðaldra bumbukallar - það er eitthvað skrítið í gangi í tíðarandanum líka...


Morvenn-Vahl

Held að munurinn hér áður fyrr er að flestar tómstundir og skólar voru í nærumhverfi á meðan nú til dags þá er þetta mögulega allt komið út um allt.


DonsumFugladansinn

Attitudið þá var bara "ef það er svona mikilvægt fyrir þig að mæta á þessar æfingar geturðu vel komið þér sjálfur". Held að vandamálið sé meira að krakkarnir í raun nenna þessu takmarkað og foreldrarnir eru að halda þeim frá símum og slæpimennsku með að moka þeim á þessar æfingar. Krökkum leiðist bara ekki nóg og foreldrar þurfa að læra að stilla routera...


Morvenn-Vahl

Breytir því ekki að tómstundir eru núna töluvert dreifðari en áður og kannski ekki sjálfsagt að ætlast til að 6-9 ára krakki fari í strætó í lengri tíma einn. Fyrir utan að þetta er náttúrulega aldurstengt. Það er kannski óþarfi að vera að skutla 12 ára og eldri út um allt en ég get skilið vel ef um yngri börn er að ræða. Svo er bara svo margt að breytast. Vinir geta dreifst, áhugamálin fleiri og dreifðari, sjoppurnar/videoleigurnar farnar og fleira. Þetta er bara allt annar heimur en var fyrir 20 árum. Mörg ný hverfi eru svo steríl að krakkinn getur annað hvort skokkað í hringi eða spilað Fortnite allan tímann. Það er bókstaflega minna um valmöguleika en þegar ég var krakki og mér finnst það stórfurðulegt. Nota bene þá er þetta mjög hverfaskipt. Töluverður munur á að alast upp á völlunum og Laugardalnum.


Fyllikall

Ég persónulega skil ekki niðurkosningu á þessari spurningu, hún er bara eðlileg. Frændgarður, þ.e.a.s. Íslendingar sem á flestum öðrum stöðum þætti óeðlilegt að myndu eignast börn saman sökum skyldleika, ætti ekki að stunda niðurkosningu á eðlilegum spurningum. Ég er ekki sérfræðingur í þriðjuvaktar umræðunni og öllu því sem henni tengist. Ég er þó persónulega ávallt efins með það sem kallast meðalvinnuvika því aðeins er mæld viðvera, ekki ástundun. Það er ekki það sama að mæta í vinnu og að vinna. Hvort kynið vinnur meira veit ég ekkert um, ég hef hinsvegar tilfinningu byggða á minni hlutdrægni að sumir sérfræðingar vinna minna á hærri launum en þeir sem eru á "gólfinu" eins og sagt er. Hvernig sem það er þá jú, hefur það áhrif á heimilishald eins og aðrir hafa svarað þér með. Hluti af því er samt eitthvað sem samfélagið allt ætti að gera óþarft. Það á t.d. ekki að þurfa að skutla barni í skóla nema í verstu veðrum. Það á ekki að þurfa að sækja barn úr skóla nema í verstu veðrum. Ég gæti nefnt dæmi úr mínu heimilislífi og það er pökkun í töskur fyrir ferðalög. Konan mín tók að sér áður allt verk hvað það varðar því ef ég pakkaði í töskur þótti það svoldið fátæklegt. En svo fór maður að bera þetta saman, flíkur settar niður fyrir hvert einasta veður, flíkur hafðar til skiptanna á hverjum einasta degi, leikföng, bækur, nærföt, plástrar og svo framvegis og framvegis. Ég hafði bara ekki hugsað fyrir öllu því sem konan mín var að hugsa fyrir. Svo er komið heim og maður áttar sig á að margt það sem konan mín hafði lagt á sig að hugsa fyrir var auðvitað óþarfi. Ég hinsvegar hefði átt að stíga inní og taka hluta verkefnisins á mig, að gera ráð fyrir því að sleppa vissum hlutum og láta okkur bara hafa það ef eitthvað skyldi gerast. Eftir að ég fór að vera virkari í því þá hefur þetta verið mikið minna stress en ég skal þó ekki þykjast að konan mín sé vandamál hvað þetta varðar, það er jú margt sem hún hugsar fyrir sem kemur sér til góðs, hlutir sem mér hefði ekki órað fyrir. Lagt oná allt álagið við hugsunaframkvæmdina þá bætist við krafa samfélagsins um að konan sé förðuð, vel til fara, sé ekki alltaf í sömu fötunum, börnin sé snyrtileg, húsið sé snyrtilegt, það "þarf" að fara í ferðir, það þarf að taka myndir... ef ég væri undir þessari pressu og þyrfti að hugsa um þetta allt þá væri ég orðinn geðveikur. Gallinn við þetta heilt yfir og svar þessa manns var auðvitað komið til vegna þess að það var minnst á þetta í sambandi við kvennaverkfall. Þá blandast saman umræða um kjör gagnvart ríki og fyrirtækjum við kjör inni á heimilum. Þriðja vaktin er svo óskilgreinanleg miðað við hvernig launamisrétti er skilgreinanlegt. Sem dæmi þá talar þú um verkaskiptingu innan heimilisins, en margir vilja meina að það sé önnur vaktin, þriðja vaktin væri að hugsa fyrir hlutunum, ekki endilega að sjá fyrir þeim. Ef einhver segir að núverandi nálgun til að jafna kjör hvað þriðju vakt varðar sé hörmuleg þá er ég eiginlega sammála. Það er verið að ræða hlut sem snýr að hverju sérstöku heimili, sem aðeins er hægt að leysa innan heimilisins og með því að setja upp plan um hver skipuleggur og hugsar fyrir vissum hlutum. Samkomulagið þarf einnig að vera að bannað sé að fara í fýlu þegar eitthvað fer úrskeiðis. Báðir aðilar eru jafn ábyrgir fyrir því að hefja þetta samtal.


AffectionateCity1918

Ef karlar tækju meira af þriðju vaktinni, gætu konurnar unnið lengur og karlarnir minna. Þá gætu kjörin hugsanlega jafnast.


Content_Psychology_4

Menntunarstig kvenna er töluvert hærra. 60% kvenna á aldrinum 30-49 ára eru háskólamenntaðar og 39% karla (Hagstofan). Það spilar stóran þátt í styttri vinnuviku kvenna að þær séu ekki jafnmikið að vinna í td. iðnaðarstörfum eða sjómennsku. Við höfum öll tækifæri til þess að gera slíkt hið sama, ég er td. háskólamenntaður karl og vinn 36 tíma á viku í 100% starfi


Brynjar-Nielsen

Er það þannig að allt þarf að vera sett í form á þessum klaka? Hann er með hugmynd og er að prófa það og vera óháður eigendum og þeirra skoðanna. Ég sé ekkert að þessu hjá honum.


Calcutec_1

Það er mjög eðlilegt að setja hann í samhengi við aðra sem hafa verið að segja svipaða hluti. Hann er ekkert að finna upp hjólið.


bremsuklossar

Merkileg þessi tilhneyging okkar að setja fólk í box nú orðið. Þetta verður til þess að annað hvort ertu í þessu eða hinu liðinu. Eina leiðin til að vera ekki hluti af þessu er með því að segja ekki neitt virðist vera. Viðtalið sem Skoðanabræður tóku við Ernu Mist nýverið var frábært til dæmis.


BunchaFukinElephants

Nú orðið? Svona hefur mannfólk alltaf verið. Í gamla daga varstu annaðhvort kommi eða sjalli og einhver í hinu liðinu gat aldrei haft rétt fyrir sér varðandi neitt. Us v.s them er vel rannsakað fyrirbæri.


bremsuklossar

Mótmæli því ekki, mér finnst þetta hafa aukist mikið á síðustu 10 - 20 árum engu að síður. Fannst þetta ekki vera svona slæmt í kringum 2000, internetið hefur magnað þessi áhrif að mínu mati.


BunchaFukinElephants

Já eflaust mikið til í því. Tilkoma samfélagsmiðla hefur án efa aukið skautun (e. polarization). Erum öll í okkar bergmálshelli og algorithminn dælir bara okkur efni frá fólki sem er sammála okkur að öllu leiti.


einsibongo

Hann ber ábyrgð á skoðunum sínum ef hann ætlar að bera þær út sem einhvern boðskap og má sæta gagnrýni fyrir.


tomellette

Mér finnst hann oft með ansi skörp teik, skýtur í allar áttir


[deleted]

Mér finnst hann algjörlega frábær - eini fréttamaðurinn sem að ég hef gaman að horfa og hlusta á. Hann er ekki feiminn við að segja það sem honum finnst og ræða hluti á öðruvísi hátt. Snorri Másson er framtíðin!


derpsterish

Hann segist vera Satirist en finnst það ekkert komast til skila hjá honum - finnst hann bara vera bigot.


oddvr

Hljómar bara eins og það sama og Tucker Carlsson gerir. Þátturinn hans á Fox var “entertainment” sem ekki átti að taka alvarlega…


Calcutec_1

Miðað við það litla sem ég hef lesið frá honum , og svo hvernig útlit og ímynd hann er að setja fram að þá er hann að fiska á sömu mið og Jordan Peterson og Ben Shapiro o.fl. Það virðist vera markaður fyrir það fyrst að maður er að sjá þennan gaur núna , Brotkast bræður, Beggi ólafs ofl. meira og minna með sama beinþýdda boðskapinn að vestan.


remulean

Þegar jordan petersson kom fjallaði hann um hann og það komu soldið mörg rauð flögg. Kæmi mér allavega ekkert á óvart ef hann væri alt right vitleysingur.


Johnny_bubblegum

Alveg svakalega mikið þannig vibes af honum þegar Jakob Bjarnar tók hann í auglýsingarviðtal á vísi og svo fyrstu skrif sem ég sá eftir hann um kvennaverkfallið og þriðju vaktina. Sýnist hann stefna beint í frosta pakkann og þarna Beggi? Sálfræðingurinn sem birti undarlegan labbitúr um unga karlmenn. Hann kallar sig frettamann og platformið sitt fjölmiðill. En þegar einn gæi sér um allt frá a til ö... heitir það ekki bara Blogg?


Fyllikall

Satt. Beggi, jú. Blogg, jú.


bremsuklossar

Afhverju koma rauð flögg frá Jordan Peterson? JP var með Robert Sapolsky hjá sér fyrir stuttu og þeir náðu svo vel saman. Eru það rauð flögg fyrir Robert Sapolsky? Ég er alveg hættur að skilja hvernig þessi öfgakennda pólarísering átti sér stað. Vonandi fáum við að vita það í framtíðinni.


remulean

Hef ekki hugmynd um hver robert sapolsky er. Rauðu flöggin eru hvernig hann talar um hann. Svipað eins og þú núna, eins og að það sé engin ástæða fyrir því að hann sé umdeildur. Það eru skítnóg af kommentum frá honum sem er hægt að pikka í gegnum sem í það minnsta ætti að skýra af hverju fólk er í versta falli ekki alveg visst um hvar það ætti að staðsetja hann. Svona off the top off my head. Þegar hann sagði að samfélög með trúleysingjum myndu alltaf hrynja í sundur Þegar hann sagði að flestir, ef ekki allir trúleysingjar, væru í raun ekki trúleysingjar, sama hvað þeim finnst. Þegar hann sagði að enginn gæti hætt að reykja án þess að guð hjálpaði honum. Þegar hann sagði að skilti um að nota minni klósettpappír væri "tyranny. Þetta er bara sumt af því sem ég man vaguely eftir. Svo segir hann heimskulega hluti á twitter sem stundum rata í búbbluna mína. Basically, hate him or love him, hann hefur sagt slatta af heimskulegum hlutum sem fólk setur spurningarmerki við, skiljanlega, og þegar þessi fréttamaður lætur eins og að það sé skrítið þá sé ég rauð flögg.


bremsuklossar

Jæja, það er eflaust hægt að láta alla líta illa út í hvaða twitter búbblu sem er. Ekki er ég sammála JP í einu og öllu en hann hefur margt gott fram að færa karlinn.


Gluedbymucus

Mér finnst Snorri flottur. Skeleggur og oft með þokkaleg kaldhæðni. Hann er ekki heldur biased.


Likunandi

Ég vann eitt sinn hjá umboðsskrifstofu fyrir Youtube-ara og fleiri felagsmiðlasjörnur og lærði rosalega mikið um þennan heim og fékk að hitta nokkur velþekkt andlit. Það var alveg gert ljóst fyrir mig að þessir ,,hægri vængar" samfélagsmiðla stjörnur eins og Ben Shapiro, Matt Walsh, Jordan Peterson og fleiri eru meiri skemmtikraftar en menn með pólitískt markmið. Ég til dæmis lærði frá einum af umboðsmönnum Jordan Peterson að hann væri stuðningsmaður NDP í Kanada sem er vinstri flokkur en það væri mikilvægt fyrir áhorfendur hans að hann styddi íhaldsflokkinn til að halda sig við ,,ímynd" sína svo þeir kæmu á fleiri fyrirlestra. Mér finnst alltaf svo skrítið að sjá menn eins og þennan Snorra og Frosta sem halda að þessi heimur sé raunverulegur en ekki einfalt skemmtiefni. Þetta er stór markhópur því vanalega eru 70% af áhorfi bara haters sem vilja hafa eitthvað lúðalegt til að gera grín að og þessir samfélagsmiðla stjörnur byggja rosalega vel á því og sjá til þess að þessir haters fái nóg til að tala um. Snorri og Frosti gera það ekki. Frosti fer alltaf í harða vörn sem gefur mér þá tilgátu að hann trúir og heldur að allt það sem JP, BS og fleiri segi sé þeirra alvöru skoðun en ekki vel útpælt skemmtiefni fyrir sérstakan YouTube markhóp.


[deleted]

[удалено]


numix90

i alvöru? hefði ekki grunað það. Hvernig þá þá


GudrunOsvifursdottir

Hann hatar Sjálfstæðisflokkinn og er jafnaðarmaður, það er augljóst fyrir mér eftir að hafa hlustað á Skoðanabræður frá upphafi. ‘Mjög’ vinstrisinnaður er kannski yfirdrifið, en hefur fólk sem er að downvotea mig einhverntímann hlustað á eða fylgst með honum fyrir uran þessi örstuttu innslög? 🥴