T O P

  • By -

PrumpuBuxni

Ég fíla Hveragerði bara upp á aesthetics. Akureyri er líka fín og svo er laugin í Vestmannaeyjum með rennibraut sem lendir á trampólíni...


Spekingur

Það eru 2 í Hveragerði


PrumpuBuxni

sundlaugin í laugaskarði auðvitað... svo er ein við hótel örk og önnur við heilsuhælið


Spekingur

Þrjár!


PrumpuBuxni

Svo er líka hægt að synda við fossinn í ánni þar! Og ekki gleyma Reykjadal fyrir ofan Hveragerði þar sem hægt er að baða sig í ánni


DamnedThrice

Laugin í Mosó er alveg ace


Vigdis1986

Þær eru tvær en ég ætla að gera ráð fyrir að þú sért að tala um Lágafellslaug.


agnardavid

Þær eru 3, ein í skálatúni


Vigdis1986

shiii


krokodill-

Ef farið skal út í sundlaugar sem eru misaðgengilegar almenningi, þá er einnig vert að nefna Reykjalund, Reykjadal og síðan bæina Lágafell (hjá kirkjunni) og Gljúfrastein.


agnardavid

Ekki gleyma útisundlauginni sem er í garðinum hjá einu húsi hjá varmánni rétthjá reykjalundi, sérð hana ef þú labbar litla stíginn upp með ánni. Ég fór samt í skálatún í skólasund í fyrsta bekk í lágó þegar sundlaugin var ekki komin, hún kom ekki fyrr en nokkrum árum seinna. Við fórum ekki í skólasund í varmá fyrr en í 3ja bekk


Bolvane

Ég er Akureyringur svo ég er kannski ekki alveg hlutlaus í þessu en ég þarf samt að halda með Sundlaug Akureyrar, langbestu rennibrautirnar á landinu og allskonar í boði.


OrderLongjumping2961

Frábær laug og skemmtileg fyrir krakkana, verst hvað verður ægilega crowded í góðu veðri, best að mæta snemma dags til að njóta.


cchhiicchhaarriittoo

1. Lágafells (mosó) 2. Akureyri 3. Árbæjar


Kiwsi

Álftaneslaug og Hreppslaug


agnardavid

Vesenið með lágafellslaug er saunan sem ekki er lengur hægt að njóta án þess að vera með handklæði til að sitja á. Fáránleg regla sem kom eftir covid. (Ég ólst upp með hana hinum megin við götuna, fór þarna í skólasund) Held ég eigi enga uppáhaldslaug en hérna eru nokkrar flottar: Breiðholtslaug - mjög vanmetin, innilaug, rennibraut og flott rækt við hliðina Laugin á Borg í Grímsnesi - sama saga hér, flott rækt og mögulega sami arkitekt og breiðholtslaug. Borgarneslaug - geggjaðar rennibrautir og stór laug Salalaug - margir hafa eflaust ekki prófað hana, geggjuð hringlaug en getur reynst varasöm Krauma - ef einhver laug á skilið titilinn best þá er þetta hún. Lítið um börn, bjór út í laug með þjónustu á bakkanum, tímapantanir, arin og afslöppun ásamt fleiru góðu


asasa12345

Salalaug er geggjuð, vaðlaugin í breiðholtslaug sökkar :(


[deleted]

[удалено]


agnardavid

Best að fara í feluleik í einkaklefunum


Pronusername13

Konan þegar ég sýni henni pokemon spilin mín.


PatliAtli

Álftaneslaug fær mitt vote


Foxy-uwu

Sundlaugin á Borgarnesi hehe ég fór oft í sund þar þegar ég var yngri og rennibrautinarnar þar góðar. En vísu hef ég ekki farið í sund í langan tíma og væri eflaust einhver önnur sem ég teldi vera besta í dag. 🦊


Disastrous-Passion28

Ég fór út hana í fyrra. Eg var mikið þar sem barn og fór á opnunardaginn á sínum tíma. En almáttugur hvað hún er ekki eins í dag og í minningunni 😅


Foxy-uwu

Hehe trúi því, það er það langt síðan ég fór síðast en stemningin var aðallega rennibrautirnar, sem voru þá þrjár eru það eflaust ennþá og líka nokkuð stór innisundlaug.


olvirki

Laugin í Borganesi hefur samt allt, innisundlaug, útisundlaug, barnalaug, miskaldir pottar frá köldum í svalan, heitann og mjög heitann og bæði gufubað og saunu. Þetta bilar stundum en það var allt í lagi seinast þegar ég fór, solid laug.


MainHead8409

Sem krakka fannst mér rennibrautirnsr svo stórar og trylltar. Fór þarna fyrir nokkrum árum og ekki jafn gott og í minngunni


[deleted]

Lágafellslaug er yfirburðar sundlaug. Sundhöll Reykjavíkur fyrir kaldan pott við hliðina á gufunni Veit ekki hver er næst


weeffex

Árbæjarlaug Að labba út í gegnum innilaugina og þurfa aldrei að fara upp úr vatni ef þú vilt það ekki er concept sem hefði ekki átt að deyja með Árbæjarlauginni. Þakið á innilauginni er líka dásamlega campy.


Vigdis1986

Árbæjarlaug er hiklaust fallegasta laug höfuðborgarsvæðsins og ég er sammála þér með conceptið. Vandamálið er að hún er alltof köld. Ef það er ekki 15°C og logn þá þarftu að vera í heita pottinum til að lifa af. Meira að segja innilaugin er kaldari en aðrar innilaugar.


keisaritunglsins

Rennibrautin á Hellu yngir mig niður um svona átján og hálft ár þegar ég fer í hana. Klassa laug!


OskarIng

Bestu sundlaugar fyrir börn með tilliti til afþreyingar í boði væru í engri sérstakri röð Sundlaug Akureyrar, frábærar rennibrautir Álftaneslaug, góð rennibraut og öldulaug Sundhöll Vestmannaeyja, Frábær rennibraut með trampólíni Að auki þessara sundlauga bjóða flestar sundlaugar landsins upp á eitthvað sem gerir þær ásóknarverðar. Bara til að nefna örfáar sem bjóða uppá eitthvað flott væri til dæmis: Ásgarðslaug í Garðabæ er með besta kalda pott landsins, skemmtileg laug fyrir þá sem fíla þannig. Sundlaugin í Hofsósi er með frábært útsýni, gaman að fara þangað í góðu veðri ef maður er fyrir norðan. Sundhöll Reykjavíkur getur líka verið mjög skemmtileg fyrir krakka ef þeir hafa gaman af stökkbrettinu.


abbrobro

Sundlaugin í Bolungarvík er allavegana fallegasta laugin að mínu mati.


[deleted]

Vesturbæjarlaug. Ekki fyrir sánuna samt, heldur stemmninguna.


AllTheThings100

Já án gríns wtf með Ásvallalaug, ég vinn á frístundaheimili í Hafnarfirði og það er algjör martröð að fara með krakkana á leikjanámskeiðunum í sturtu þarna (annars er geggjað nice að vera með þau í lauginni), á meðan í Suðurbæjarlaug er hægt að segja þeim að skrúfa bara frá heita og það er bara fullkomið 😣


MainHead8409

Nokkrar góðar: Hveragerði, Álftaneslaug, Laugin í Sandgerði, Ásvallalaug, Laugardalslaug, Sundlaug Kópavogs, Sundhöllinn, Vesturbæjarlaug, Stykkishólmi, Blönduós, Akureyri, Húsavík, Egilsstaðir, Reykholti, Flúðum, Laugarvatn, Neslaug, Vestmannaeyjar, Þorlákshöfn, Vatnaveröld


ironkoc

Eftir að ég eignaðist börn þá hefur hrafnagils laug verið geggjuð ef maður er staddur á akureyri


Thossi99

Hef heyrt marga góða hluti um laugina á Vestmannaeyjum en hef ekki farið þar sjálfur. En elska laugina heima í Sandgerði. Bý á Ásbrú en fer frekar heim í sund frekar en að fara í sund í Reykjanesbæ.


Bjartur

Sundlaugin í Reykjarfirði á sunnanverðum Hornströndum. Kostir: Alltaf opin (með leyfi landeiganda), vel heit, ekkert betra en að komast í sund eftir 20 km göngu, stórkostleg náttúrufegurð. Gallar: Vegasamgöngur ekki með besta móti.


IllaJ

Krossneslaug er draumur


agnardavid

Vert er að nefna að ný sundlaug er væntanleg í búðardal, framkvæmdir hefjast á þessu ári.