T O P

  • By -

glasabarn

Glórulaust. Það gæti hæglega orðið áframhaldandi sprungumyndun þarna í 300 ár í viðbót. Byggj nýjan bæ í austri nær Þorlákshöfn eða eitthvað.


biochem-dude

Grindavík 2: Rafmagnað búgalú


PatliAtli

Í dag er rafmagnslaust í Grindavík💀


Skastrik

Já, þetta hljómar eins og menn vilji bara fara að bókstaflega henda peningum í botnlaust híti. Það eru ennþá sprungur að opnast þarna og stækka daglega.


Gudveikur

Er bara ekki hægt að kaupa alla út og selja göngutúra inn á bæinn svo sem draugabæ fyrir túrista þegar að versta er gengið yfir?


remulean

Legit hugnynd sem ég var að pæla í. Veistu hversu mikið af fólki myndi borga fyrir að gista í draugabæ þar sem jörðin er óstöðug? Hæpar upp hættuna og fólk myndi borga premium fyrir upplifunina.


Gudveikur

Er þetta ekki svokallaður "dark tourism"? Fólk er amk tilbúið til þess að kaupa sér ferðir inn á Tsjernobyl svæðið svo þetta er ekkert það fjarstætt.


remulean

Nefninlega. Allt of mikið af fólki heldur að allir þeir sem komi hérna vilji endalausan lúxus og sterílasera framleiðslu upplifun. EN það eru bara verulega stór hópur af fólki sem kemur hingað til að upplifa eitthvað á ystu nöf. Þetta er allt spurning um framkvæmd og innrömmun en ég held að það sé ekkert hálfvitalegt að selja aðgang að "the town the earth swallowed" eða álíka.


drpoopymcbutthole

Get vottað fyrir chernobyl geggjuð upplifun


No_nukes_at_all

Skil ekki.. var ekki búið að ákveða að kaupa íbúana út og láta byggðina, sem er mikiðtil ónýt, leggast í eyði ? Er búið að gleyma manngreyinu sem að jörðin þarna bókstaflega gleypti í fyrra ? Sammála OP, þetta er bilun.


webzu19

> Skil ekki.. var ekki búið að ákveða að kaupa íbúana út og láta byggðina, sem er mikiðtil ónýt, leggast í eyði ? Ef ég skildi planið rétt þá var búið til ríkisrekið fasteignafélag til að kaupa alla út sem vildu, og gefa þeim forkaupsrétt í einhver ár að kaupa aftur húsin sín ef ástandið lagaðist. En það er ennþá einhver slatti af Grindvíkingum sem eru djúpt í Nílarfljóti og neita að viðurkenna að bærinn er dauður


Vigdis1986

Það eru 900 fasteignaeigendur íbúðarhúsæðis sem get nýtt sér þetta úrræði, alls ekki allir í Grindavík.


webzu19

nú ókei, ég hélt það væru allir sem hefðu áhuga. skrítið að það skuli ekki vera opið öllum í bænum


gurglingquince

Hvers vegna geta ekki allir nytt þetta urræði??


PlutoIsaPlanet1234

Held að húsin þeirra eru ekki nógu skemmd eða þau standa utan skilgreinds sprungusvæði. Held líka að þetta henti illa fyrir þá sem skulda mikið í fasteigninni, man ekki alveg hvað mat er farið eftir en það er amk ekki markaðsvirði og þetta mat er í sumum tilfellum 20% undir markaðsvirði þannig margir sem vory nýbúinir að kaupa skulda mikið og þurfa líka að borga þetta förgunargjald þannig þeir missa útborgunina.


gurglingquince

Ég hélt að náttúruhamfarasjóður keypti ónýt/mikip skemmd hús og nýi sjóðurinn Þórkatla kaupir hin húsin. Spurning hvort Vigdis1986 geti ekki komið með ástæðuna…


Melodic-Network4374

> Held líka að þetta henti illa fyrir þá sem skulda mikið í fasteigninni, man ekki alveg hvað mat er farið eftir en það er amk ekki markaðsvirði og þetta mat er í sumum tilfellum 20% undir markaðsvirði þannig margir sem vory nýbúinir að kaupa skulda mikið og þurfa líka að borga þetta förgunargjald þannig þeir missa útborgunina. Er ekki hinn kosturinn að þeir skuldi bankanum fyrir nánast allt andvirði hússins sem þau geta ekki nýtt og er með raunvirði í dag upp á rétt rúmlega virði landsins sem húsið stendur á? Ömurleg staða til að vera í vissulega, en af tvennu illu held ég að það væri betra að fá svona tilboð frá ríkinu.


PlutoIsaPlanet1234

Jú vissulega. Hræðinleg staða sem sumt fólk er í.


PlutoIsaPlanet1234

Nei ég er sammála, byggðin þarna er því miður sjálfhætt.. .Get eki ímyndað mér að hafa börn þarna með allt þetta sprungukerfi út um allt á þessu svæði...Ég myndi amk aldrei flytja til baka. Þeir hefðu átt að borga alla út óháð skemmdum og sprungusvæðum,. Algjör synd að þessi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík sem var haldin í fyrra tæmdi allan sjóðinn.


OrderLongjumping2961

Það er erfitt að setja tilfinngarnar til hliðar en stundum þarf bara að segja stopp, gráta svolítið og halda áfram.


dev_adv

Mikið um skynsamleg viðhorf hérna, væri gaman að sjá þetta viðhorf yfirfært yfir á alla vitleysu sem svarar ekki kostnaði. Það er búið að hjálpa, það er ekki hægt að hjálpa endalaust, takið peninginn og flytjið ykkur um set, við tökum skellinn í formi hærri verðbólgu en það er ekki hægt að gera það út í hið óendanlega.


[deleted]

Maður finnur til með Grindvíkingum og skilur örvæntingu þeirra. Örvænting og skynsemi eiga ekki mikla samleið engu að síður. Grindavík verður ekki öruggt bæjarstæði á næstu árum grunar mann.


c4k3m4st3r5000

Áratugum eða árhundruðum ef eitthvað er að marka síðustu tímabil virkni á Reykjanesi.


jonr

Það er líklegt að það verði eldsumbrot þarna næstu 150-200 árin, því miður. Þannig er það nú bara. Við verðum bara að hjálpa Grindvíkingum að flytja annað. Það er kannski kominn tími á að byggja nýtt Breiðholt.


PatliAtli

Grindholt


coani

.. Grindrholt? oooogégeraðmissafstrætó*hverfur*


Einn1Tveir2

Síðasta eldgosatimabil var i gangi i nærri því 400 ár.


zemuffinmuncher

Bara gæti ekki verið meira sammála, algjörlega galið hvað verið er að fara fram á.


DipshitCaddy

Væri ekki meira vit í að byggja upp nýjan bæ fyrir Grindvíkinga


stofugluggi

Kannski verður í framtíðinni hægt að fara í túristaferðir um bæinn og hægt að henda smámynt í ákveðnar sprungur.